Hagdeild ASÍ setti saman skýrslu nýlega sem sýnir að skattbyrgði hefur aukist í öllum tekjuhópum. Hún hefur þó áberandi mest aukist hjá þeim tekjulægstu.
Helstu ástæður fyrir þessari þróun er að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun, vaxtabótakerfið veitir ekki sama stuðning og áður, barnabótakerfið er veikt og veitir frekar lítin stuðning og loks er húsaleigubótakerfið orðið máttminna í tímans rás.
Nánar má lesa um málið á heimasíðu ASÍ.