Fosshótel Mývatn heimsótt

Glænýtt og glæsilegt Fosshótel Mývatn sem stendur á Flatskalla fékk heimsókn frá fulltrúum stéttarfélaganna dagana 6. til 7. júlí. Tvennir fundir voru haldnir, sitt hvorn daginn, til þess að ná til sem flestra starfsmanna hótelsins. Starfsmennirnir eru 40 talsins og koma víða að.

Nokkrar umræður voru á fundinum og var ánægjulegt að finna áhuga fólksins. Myndavélin var með í för og má sjá afraksturinn hér að neðan.