Það er mikið líf á Skjálfanda um þessar mundir eins og meðfylgjandi myndir bera með sér sem teknar voru fyrir helgina. Fjölmargir hvalaskoðunarbátar fara daglega í hvalaskoðunarferðir um Skjálfanda auk þess sem fuglalífið er skoðað, ekki síst við Lundey. Þá hefur skipaumferð um flóann aukist töluvert með tilkomu framkvæmdana á svæðinu. Við skulum láta myndirnar tala sínu máli.