Framsýn stóð fyrir kaffiboði á Raufarhöfn í gær sem tókst í alla staði mjög vel. Bæjarbúar fjölmenntu í kaffið auk gesta sem voru á svæðinu sem komnir voru norður til að taka þátt í Sjómannadeginum á Raufarhöfn. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson og Huld Aðalbjarnardóttir fjármálastjóri stéttarfélaganna ásamt góðu aðstoðarfólki á Kaffi Ljósvangi á Raufarhöfn voru í þjónustustörfum og sáu til þess að enginn færi svangur heim. Þá gafst gestunum tækifæri á að ræða við fulltrúa Framsýnar á staðnum. Kvenfélagið á Raufarhöfn bakaði terturnar sem voru rosalega girnilegar og bragðgóðar. Framsýn þakkar fyrir sig.