Starfgreinasamband Íslands stóð fyrir fundi fyrir ungt fólk á Hótel Laugarbakka í Miðfirði dagana 29. og 30. maí. Alls mættu 18 ungliðar á aldrinum 18 til 33 ára til fundarins, en öll eru þau félagsmenn aðildarfélaga SGS.
Framsýn-UNG átti tvo fulltrúa á fundinum en það voru Eva Sól Pétursdóttir og Sigurbjörg Arna Stefánsdóttir.
Nánar má lesa um fundinn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins.