Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur, 8. júní kl. 20:00

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn fimmtudaginn 8. júní 2017 kl. 20:00 í fundarsal Starfsmannafélags Húsavíkur, Garðarsbraut 26 Húsavík.

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi s.l. ár.
  2. Ársreikningar 2016, kynning og afgreiðsla.
  3. Ákvörðun um félagsgjöld.
  4. Breytingar á lögum og reglugerðum félagsins.
    1. Stjórn félagsins hefur lagt fram tillögu um hækkun styrkja hjá Starfsmenntunarsjóði félagsins, sbr. 5. grein Reglugerðar um Starfsmenntunarsjóð Starfsmannafélags Húsavíkur.
  5. Kosning stjórnar, endurskoðenda og fulltrúa í nefndum félagsins, skv. 6. grein Laga STH.
  6. Önnur mál.

Ársreikningar félagsins fyrir árið 2016 liggja frammi á skrifstofu félagsins fyrir félagsmenn.

Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn!

Stjórn Starfsmannafélags Húsavíkur