Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags verður haldinn fimmtudaginn 1. júní kl. 20:00

Aðalfundur Framsýnar stéttarfélags verður haldinn fimmtudaginn 1. júní kl. 20:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Til fundarins er boðað samkvæmt lögum félagsins.

Dagskrá: 

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
    Félagaskrá
    Skýrsla stjórnar
    Ársreikningar
    Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga
    Kjör í stjórnir, nefndir og ráð
    Kosning löggilts endurskoðana/endurskoðunarskrifstofu
    Lagabreytingar
    Ákvörðun árgjalda
    Laun aðalstjórnar, trúnaðarmannaráðs, nefnda og stjórna innan félagsins
  1. 100 ára afmæli Verkakvennafélagsins Vonar 28. apríl 2018
    Tilnefning í afmælisnefnd
  1. Önnur mál

Í lok fundar verður boðið upp á kaffiveitingar. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðu um starfsemi félagsins og komandi verkefni á næstu árum.

Athygli er vakin á 32. grein laga félagsins – Ráðstöfun úr sjóðum félagsins:
Tillögur stjórnar, trúnaðarmannaráðs og félagsmanna um meiriháttar ráðstöfun úr sjóðum félagsins sem bornar eru upp á aðal- eða félagsfundi til samþykktar, skal lýst í fundarboði. Berist slík tillaga eftir fundarboð, er hún tæk fyrir fundinn hafi hún borist stjórn félagsins með skriflegum hætti eigi síðar en 10 dögum fyrir boðaðan fund. Skal þá stjórn félagsins fjalla um tillöguna og láta hana liggja frammi á skrifstofu félagsins til kynningar fyrir félagsmenn í a.m.k. 5 virka daga.

Framsýn, stéttarfélag

Tillögur sem liggja fyrir aðalfundinum frá stjórn félagsins:

Tillaga 1
Ráðstöfun á tekjuafgangi
Tillaga er um að tekjuafgangi ársins verði ráðstafað til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé frá fyrra ári.

Tillaga 2
Löggiltur endurskoðandi félagsins
Lagt er til að endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf. sjá um endurskoðun á bókhaldi félagsins fyrir starfsárið 2017.

Tillaga 3
Um félagsgjald
Tillaga er um að félagsgjaldið verði áfram óbreytt, það er 1% af launum félagsmanna.

Tillaga 4
Laun aðalstjórnar, trúnaðarmannaráðs, nefnda og stjórna innan félagsins
Tillaga er um að laun aðalstjórnar, trúnaðarmannaráðs, nefnda og stjórna innan félagsins verði óbreytt milli ára.

Tillaga 5
Afmælisnefnd
Tillaga er um að Ósk Helgadóttir, Dómhildur Antonsdóttir og Sigurveig Arnardóttir skipi sérstaka afmælisnefnd félagsins í tilefni af því að 100 ár verða liðin frá stofnun Verkakvennafélagsins Vonar 28. apríl 2018.