Í gær var fundur um stöðuna á vinnumarkaði hér á svæðinu haldinn í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík. Tæplega 40 manns sóttu fundinn sem tókst með miklum ágætum.
Nokkur erindi voru flutt á fundinum. Í framhaldi af þeim voru pallborðsumræður. Aðalsteinn Árni Baldursson setti fundinn. Flytjendur erinda voru Aðalsteinn J. Halldórsson frá stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslu, Einar Erlingsson frá Landsvirkjun, Unnsteinn Ingason frá Narfastöðum, Guðrún Tryggvadóttir frá Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga og Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. Í pallborði tóku þátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Kristján Þór Magnússon, Guðrún Tryggvadóttir, Unnsteinn Ingason og Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ. Fundarstjóri var Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Viðbrögð gesta hafa verið góð eftir og sumir hafa haft á orði að ýmislegt hafi komið sér á óvart í máli þeirra sem töluðu á fundinum og pallborðinu þar á eftir.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á meðan fundi stóð.