Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga birtir athyglisverða greiningu á mannfjöldaþróun á sínu starfssvæði. Greiningin byggir á nýútkomnum tölum Hagstofu Íslands.
Ánægjulegt er að lesa að Þingeyingum hefur fjölgað talsvert og raunar umfram landsmeðaltal. Langt er síðan slíkt gerðist. Hinsvegar virðist vera sem svo að þorri fjölgunarinnar sé til kominn vegna framkvæmdanna á Bakka þar sem dreifbýli í Norðurþingi er sá hluti svæðisins sem á stærstan hluta fjölgunarinnar, en framkvæmdasvæðið á Bakka telst til dreifbýlis. Ennfremur má sjá óvenjulega mikla fjölgun á Húsavík ef miðað er við síðustu ár.
Hér eru á ferðinni ánægjulegar fréttir sem vonandi er vísir að því sem koma skal.