Fjölmennur baráttufundur eftirlaunafólks – Framsýn styrkir málsókn

Framsýn, stéttarfélag stóð fyrir fjölmennum fundi í gær á Fosshótel Húsavík um málefni eftirlaunafólks. Frummælendur á fundinum voru Helgi Pétursson frá Gráa hernum, María Axfjörð bókari og Anna Sigrún Mikaelsdóttir formaður Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni. Ávörp þeirra vöktu mikla athygli og var baráttuhugur á fundinum. Auk þeirra tók Örn Jóhannsson til máls á fundinum og hélt þrumandi ræðu um stöðu eftirlaunafólks á Íslandi sem hann taldi ekki vera viðunandi.

Í upphafi fundar spiluðu unglingar úr Þingeyjarskóla nokkur frábær lög undir stjórn Guðna Bragasonar. Það er eftir að varaformaður Framsýnar, Ósk Helgadóttir, hafði farið yfir tilgang fundarins sem væri að styðja við bakið á ört stækkandi hópi fólks sem kæmist á eftirlaunaaldur, fólki sem ætti allt gott skilið ekki síst virðingu, réttlæti og ásættanleg lífskjör.

2068

2157 20612133214221242052216321302159214620282126