Skattaframtal einstaklinga – styrkir úr sjúkrasjóði

Upplýsingar um heildarupphæð útgreiddra styrkja úr sjúkrasjóði Framsýnar og Þingiðnar má finna inn á svæði einstaklinga á www.skattur.is . Ef valið er „Almennt“ og „innkomnar upplýsingar“ koma þessar upplýsingar upp ásamt öðrum innsendum upplýsingum til skattsins. Frekari upplýsingar um sundurliðun á útgreiddum styrkjum er hægt að nálgast á skrifstofu stéttarfélaganna á Garðarsbraut 26 eða í síma 464-6600.

2.3.6  Aðrar greiðslur (reitur 96)

Styrkir til líkamsræktar frá launagreiðanda og stéttarfélögum færast til tekna hér, en heimilt er að færa kostnað til frádráttar að hámarki 50.000 kr. í reit 157.

Styrkir úr styrktar- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga svo sem vegna gleraugnakaupa, heyrnartækjakaupa, glasafrjóvgunar, krabbameinsskoðunar, ættleiðinga, tannviðgerða, sjúkraþjálfunar, sálfræðiþjónustu, dvalar á heilsustofnunum og útfarar. (reitur 96, Annað, hvað?)