Nægt afl á Þeistareykjum

14. febrúar var borhola ÞG-13 á Þeistareykjum látin blása. Það mun hún gera í fimm til sex vikur áður en í ljós kemur hversu mikið afl má finna í henni.

Ljóst er að nú þegar er nægt afl á Þeistareykjum til að gangsetja fyrri vél Þeistareykjarvirkjunar sem gangsett verður í haust. Tvær vélar verða í virkjuninni og munu þær framleiða 45 MW hvor.

Áframhaldandi boranir á Þeistareykjum eru fyrirhugaðar á þessu ári.

Nánar má lesa um málið á 641.is