Sjómenn- áríðandi fundur í dag

Sjómannadeild Framsýnar boðar til áríðandi fundar í dag um nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna og er aðeins opinn þeim sjómönnum sem starfa eftir samningnum. Eftir fundinn hefst atkvæðagreiðsla um samninginn sem stendur yfir til kl. 19:00 í dag. Jafnframt verður hægt að kjósa um samninginn á morgun, sunnudag, milli kl. 13:00 og 15:00 á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þeir sjómenn sem koma því ekki við að greiða atkvæði á þessum tímum er bent á að hafa samband við formann Framsýnar, Aðalstein Árna Baldursson í síma 8646604. Sameiginleg talning aðildarfélaga Sjómannasambandsins fer svo fram síðdegis á morgun, sunnudag. Klukkan 20:00 um kvöldið liggur síðan fyrir hvernig atkvæðagreiðslan fór.

Þeir sjómenn sem vilja fá nýja kjarasamninginn til sín í netpósti eru beðnir um að senda skilaboð þess efnis á netfangið kuti@framsyn.is. Um leið og hægt verður mun hann verða jafnframt aðgengilegur á heimasíðu stéttarfélaganna.