Samið í nótt, atkvæðagreiðsla framundan

Sjómannasambandið og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gengu frá nýjum kjarasamningi í nótt. Í dag kemur síðan í ljós hvernig staðið verður að atkvæðagreiðslu um samninginn og kynningum um helstu atriði samningsins. Sjómenn innan Framsýnar eru beðnir um að fylgjast vel með heimasíðunni sem mun um leið og liggur fyrir hvernig staðið verður að atkvæðagreiðslunni upplýsa það.