Sjómannadeild Framsýnar stóð fyrir fjölmennum kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi kl. 17:00 í dag og var fundinum að ljúka. Í kjölfar fundarins hófst atkvæðagreiðsla sem stendur yfir til kl. 15:00 á morgun sunnudag. Talið verður annað kvöld. Þar sem atkvæðagreiðslan stendur yfir verður ekki gefið upp hvernig umræðurnar voru á fundinum um samninginn. Kjörstaður verður opinn á morgun milli kl. 13:00 og 15:00.
Miklar og góðar umræður urðu á fundinum sem var að ljúka.
Einar Örn og Þorlákur voru greinilega hugsandi yfir samningnum eins og þessi mynd ber með sér.
Atkvæðagreiðslan undirbúin, Baldur Friðberg og Sigþór Geir bíða eftir því að fá að greiða atkvæði.
Heiðar Valur Hafliðason sem er trúnaðarmaður sjómanna um borð í Guðmundi í Nesi var fyrstur til að greiða atkvæði um sjómannasamninginn.
Verði samningurinn samþykktur á morgun mun skipaflotinn halda til veiða upp úr miðnætti.