Embætti skólameistara við Framhaldsskólann á Húsavík auglýst

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur auglýst  embætti skólameistara við Framhaldsskólann á Húsavík laust til umsóknar. Núverandi skólameistari Jóney Jónsdóttir lætur af störfum í sumar. Heimaaðilar, þar á meðal stéttarfélagið Framsýn, hafa lagt mikla áherslu á að auglýst yrði eftir skólameistara í ljósi þess á núverandi settur skólameistari vildi losna. Ráðuneytið hefur greinilega látið segjast og auglýst starfið laust til umsóknar sem er hið besta mál enda skólinn afar mikilvægur í ört stækkandi byggðalagi.

Hér má nálgast starfsauglýsingu fyrir starfið.