Sjómenn athugið! Áríðandi fundur!

Fundur verður haldinn í Sjómannadeild Framsýnar á föstudaginn næstkomandi, 20. janúar klukkan 18:00. Meðlimir Sjómannadeildarinnar sem starfa eftir kjarasamningi Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru eindregið hvattir til að mæta, ræða stöðuna og næstu skref í kjaradeilu sjómanna.

Sjómannadeild Framsýnar