Upplýsingar um verkfallsbætur til sjómanna

Sjómenn innan Sjómannadeildar Framsýnar sem eru í verkfalli eiga rétt á verkfallsbótum frá félaginu. Greitt verður út 31. janúar. Þeir sjómenn sem ætla að sækja um verkfallsbætur eru vinsamlegast beðnir um að skila inn umsóknareyðublaði fyrir 28. janúar. Hægt er að nálgast eyðublaðið inn á heimasíðu Framsýnar eða á skrifstofu félagsins. Þar er einnig hægt að fá frekari upplýsingar. Framsýn, stéttarfélag

(Þorgeir Baldursson tók myndina sem er meðfylgjandi þessari frétt)