Húsnæðismál, hugleiðingar og starfsemi Framsýnar-UNG til umfjöllunar

Skarpur sem er vikublað sem gefið er út á Húsavík kemur inn á málefni Framsýnar stéttarfélags í  blaðinu sem kom út á föstudaginn. Eins og heimasíða stéttarfélaganna sagði frá um helgina var fjallað um öflugt starf Framsýnar-UNG í blaðinu auk þess sem sagt var frá fundi fulltrúa stéttarfélaganna Þingiðnar og Framsýnar með stjórnendum Norðurþings um húsnæðismál og stöðu mála varðandi uppbygginguna á Bakka við Húsavík. Til viðbótar voru hugleiðingar formanns Framsýnar um áramót birtar lesendum. Hægt að lesa hugleiðingar á heimasíðu stéttarfélaganna.framsynung0117 016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kraftmikið starf Framsýnar ratar reglulega í fjölmiðla.