Starfsemi Framsýnar UNG vekur athygli

Vikublaðið Skarpur kom út í gær. Meðal þess sem er til umfjöllunar í blaðinu er öflugt starf ungliða innan Framsýnar, það er Framsýn-UNG. Kraftmikið ungt fólk skipar stjórnina sem kemur víða að úr héraðinu, það er úr Öxarfirði, Reykjahverfi, Reykjadal og Fnjóskadal. Stjórn Framsýnar-UNG kom nýlega saman og ályktaði um verkfall sjómanna og stöðu fiskvinnslufólks í hráefnisskorti sem tengist verkfallinu. Skarpur gerir fundinum góð skil í umfjöllun sinni um starf Framsýnar-UNG.

20160706_131630

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Framsýn hefur tekist að byggja upp öflugt starf ungliða innan félagsins sem Aðalbjörn Jóhannsson leiðir. Hér má sjá stjórnarmenn, Aðalbjörn, Evu Sól og Sigurbjörgu Örnu. Á myndina vantar Kristínu Evu.