Vinsamlegur fundur með fulltrúum Norðurþings

Fulltrúar stéttarfélaganna, Þingiðnar og Framsýnar, áttu vinsamlegan fund með sveitarstjóra og fulltrúum Norðurþings í vikunni. Fundurinn var haldinn að frumkvæði félaganna. Tilefni fundarins var að fara yfir framvindu mála varðandi uppbygginguna á Bakka og samfélagsmál s.s. byggingu á íbúðarhúsnæði en verulegur húsnæðisskortur er á Húsavík. Stéttarfélögin hafa átt mjög gott samstarf við núverandi sveitarstjórn Norðurþings enda vilji beggja aðila að vinna sameiginlega að málefnum er varða þær miklu breytingar sem eru fyrirsjáanlegar á næstu árum í atvinnuuppbyggingu og styrkingu innviða samfélagsins.