Breytingar á skattkerfinu

Nokkrar breytingar voru á skattkerfi landsins um nýliðin áramót. Hér verða reifaðir nokkrir af helstu þáttum skattkerfisins eins og það er í dag. Athugið að ekki allir þessir þættir hafa breyst frá fyrra ári.

Staðgreiðsla
Staðgreiðslan er reiknuð í tveimur þrepum sem eru eftirfarandi:
Af fyrstu 834.707 krónunum reiknast 36,94% skattur. Af öllum krónum umfram þessa upphæð reiknast 46,24% skattur.

Frádráttur vegna lífeyrisréttinda
Heimilt er að draga 4% af iðgjaldsstofni vegna greiðslu launþega til almennra lífeyrisréttinda. Vegna séreignarsparnaðar er heimill frádráttur upp í 4%.

Persónuafsláttur
52.907 krónur á mánuði.

Tryggingargjald
6,85%.

Fjármagnstekjuskattur
20%.

Gjald í framkvæmdarstjóð aldraðra
10.956 á hvern einstakling fæddan 1947 og síðar og hafa tekjur yfir 1.679.001 krónur á ári. Börn innan við 16 ára aldur greiða ekki þetta gjald.

Útvarpsgjald
16.800 á hvern einstakling fæddan 1947 og síðar og hafa tekjur yfir 1.679.001 krónur á ári. Börn innan við 16 ára aldur greiða ekki þetta gjald.

Barnabætur
Hjón með eitt barn fá 205.834 krónur í barnabætur með hverju barni umfram það, 245.087 krónur. Einstætt foreldri með eitt barn fá 342.939 krónur í barnabætur og með hverju barni umfram það 351.787 krónur.
Skerðingarmörk barnabóta hjá hjónum eru 5.400.000 krónur og 2.700.000 krónur hjá einstæðu foreldri. Umfram þessi mörk skerðast tekjur um 4%, 6% fyrir tvö börn og 8% fyrir þrjú börn eða fleiri.
Viðbótargreiðsla með hverju barni yngra en sjö ára er 122.879 krónur. Þessi greiðsla skerðist um 4% umfram ofangreind mörk.