5,7 milljónir til félagsmanna – Síðasti fundur stjórnar sjúkrasjóðs í morgun

Stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar kom saman til fundar í morgun til að úthluta til félagsmanna sjúkradagpeningum og öðrum greiðslum sem falla undir ákvæði reglugerðar sjóðsins fyrir desember. Stjórn sjóðsins kemur saman mánaðarlega og úthlutar til félagsmanna greiðslum s.s. sjúkradagpeningum, heilsueflingarstyrkjum, fæðingarstyrkjum, endurgreiðslum vegna sjúkraþjálfunar og útfararstyrkjum. Fyrir fundinum í morgun lágu fyrir um 100 umsóknir frá félagsmönnum um styrki samtals að upphæð um 5,7 milljónir. Eins og sjá má er mikilvægt fyrir launþega að vera í öflugu stéttarfélagi sem hefur burði til að gera vel við félagsmenn á flestum sviðum. Til hamingju með það ágætu félagar.