Verkbann á störf vélstjóra – sveltir til hlýðni

Framsýn hefur borist bréf frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem fram kemur að samtökin hafi ákveðið að setja ótímabundið verkbann á störf vélstjóra og reyndar sjómanna líka á fiskiskipum frá föstudeginum 20. janúar kl. 22:00. Bréfið barst félaginu í gær. Í kjölfarið óskaði Framsýn eftir skýringum á verkbanninu frá SFS þar sem vélstjórar hafa ekki boðað verkfall frekar en skipstjórnendur sem eru undanskyldir verkbanninu. Verkbann þýðir að vélstjórar missa laun frá 20. janúar. Verkbannið kemur auk þess mjög illa við vélstjóra þar sem þeir eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Greinilegt er að SFS ætlar sér að svelta vélstjóra til hlýðni með því að svipta þá launum og um leið rétti til atvinnuleysisbóta þar sem um boðað verkbann er um að ræða.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ætla sér greinilega með aðgerðum sínum að svelta vélstjóra til hlýðni. Myndirnir með fréttinni tengjast ekki málinu.