Vegleg jólagjöf til félagsmanna stéttarfélaganna

Í morgun gengu stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum formlega frá áframhaldandi samningi við Flugfélagið Erni um sérstök flugfargjöld á vegum flugfélagsins milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samningurinn gildir út næsta ár og rúmlega það. Samningurinn felur í sér að fargjöldin verða óbreytt til félagsmanna eða kr. 8.900,- á árinu 2017. Á síðasta ári spöruðu félagsmenn sér um 35 milljónir með því að fljúga á vegum stéttarfélaganna.

Jólagjöfin er því vegleg í ár til félagsmanna sem koma til með að sprara sér mikla peninga með því að fljúga á kjörum stéttarfélaganna á komandi ári. Bestu kveðjur og gleðileg jól.