Nú liggur fyrir að sjómenn innan Framsýnar eru komnir í verkfall. Í tilefni af því hefur stjórn félagsins verið kölluð saman til fundar til að ræða stöðuna og verkfallsbætur til sjómanna innan Sjómannadeildar félagsins standi verkfallið fram yfir áramót sem flest bendir til. Jafnvel er talað um langt verkfall enda útgerðarmenn ekki tilbúnir að gefa neitt eftir. Þá hafa staðið yfir viðræður við Flugfélagið Erni um áframhaldandi samning um afsláttarkjör fyrir félagsmenn Framsýnar. Reiknað er með að gengið verði frá nýjum samningi við flugfélagið í næstu viku. Fleiri stór mál verða til umræðu s.s. breytingar á húsnæði stéttarfélaganna og lífeyrismál.