Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning sjómanna lauk í gær. Meðlimir í sjómannadeild Framsýnar voru meðal þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn.
Úrslit voru þau að já sögðu 177 eða 23,82% en nei sögðu 562 eða 75,64%. Á kjörskrá voru 1.098 og kjörsókn var 67,7%.
Auðir seðlar voru fjórir.
Samningur var því fellur með miklu öryggi. Verkfall hófst í gær, 14. desember klukkan 20:00.