Desemberuppbót

Upplýsingar um desemberuppbót til félagsmanna.

Félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum eiga rétt á að fá greidda desemberuppbót samkvæmt kjarasamningum. Upphæðin er mismunandi eftir samningum og við hvaða tímabil er miðað til skilgreiningar á fullu starfi. Uppbótina skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof.

  • Full desemberuppbót árið 2016 er kr. 82.000 hjá þeim sem vinna á almennum vinnumarkaði.
  • Full desemberuppbót árið 2016 er kr. 82.000 hjá þeim sem vinna hjá ríki.
  • Full desemberuppbót árið 2016 hjá þeim sem vinna hjá sveitarfélögum er kr. 106.250.

Með því að smella á línurnar hér fyrir neðan má sjá töflu miðað við viðkomandi samning yfir upphæð desemberorlofsgreiðslu miðað við starfshlutfall og starfstíma.