Jólafundur Framsýnar í byrjun desember

Hefð er fyrir því innan Framsýnar að ljúka góðu starfi á hverju ári með sérstökum jólafundi stjórnar og trúnaðarráðs. Starfsmönnum félagsins, trúnaðarmönnum og stjórnum deilda innan félagsins er einnig boðið að sitja fundinn. Á fundinum er byrjað á því að fara yfir málefni félagsins fyrir liðið starfsár auk þess að gera árið upp. Síðan tekur við skemmtun og kvöldverður sem fundarmenn sjá sjálfir um. Í ár verður fundurinn haldinn föstudaginn 3. desember í fundarsal stéttarfélaganna.