Boðið er upp á rafræna kosningu um ótímabundið verkfall sjómanna. Kosningin er sett upp á þann hátt að hver kjósandi getur kosið jafn oft og hann vill, en síðasta atkvæðið mun gilda. Tryggt er að alger kosningaleynd er fyrir hendi. Til að kjósa skal smella hér.
Einnig er hægt að smella á Kjósið hér, efst á síðunni. Sá tengill mun verða hér efst á síðunni á meðan kosningu stendur. Sjá myndina hér að neðan:
SSÍ mun senda bréf til kjósenda sem inniheldur leyniorð sem notað verður til að taka þátt. Einnig er möguleiki fyrir kjósendur að notast við auðkenningarþjónustu Þjóðskrár Íslands, Innskraning.island.is (Íslykill og rafræn skilríki). Með þessu móti er hægt að kjósa strax á mánudag þegar opnað er fyrir kosningu, jafnvel þó bréfið sem inniheldur lykilorðið frá SSÍ hafi þá ekki borist.