Vöfflukaffi á fyrsta fundi stjórnar og trúnaðarráðs

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar í gær til að undirbúa vetrarstarfið. Boðið var upp á vöfflur og kaffi á fundinum sem fór vel fram að venju enda mikil samstaða innan félagsins. Umræður urðu m.a. um framkvæmdirnar á svæðinu, vetrarstarfið, vinnustaðaeftirlit, húsnæðisskort á Húsavík, hugsanlegar verkfallsaðgerðir sjómanna og fund stjórnar með forseta ASÍ síðar í þessum mánuði. Gengið var frá kjöri á fulltrúum á þing ASÍ sem haldið verður í Reykjavík í lok október og á fund Alþýðusambands Norðurlands sem haldinn verður á Illugastöðum í byrjun október.

img_0645

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir tveir menn eru ekki skoðanalausir menn enda annar ættaður úr Bárðardal og hinn úr Fnjóskadal. Þetta eru gæða piltarnir, Torfi Aðalsteins og Valgeir Páll Guðmundsson.

img_0647

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Trúnaðarráð Framsýnar er vel skipað hörku fólki sem kemur víða að. Hér má sjá Guðnýju úr Reykjadal, Ragnhildi úr Kelduhverfi og Þórdísi sem kemur úr þeim fagra dal, Aðaldal.

img_0644

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalsteinn J. Halldórsson starfsmaður stéttarfélaganna var gestur fundarins og fór yfir vinnustaðaeftirlitið á félagsvæðinu sem almennt hefur gengið mjög vel. Um 30 félagsmenn sitja í trúnaðarráði Framsýnar.