Nýr verktaki væntanlegur á Bakka

Nýr verktaki er væntanlegur á Bakka á næstu dögum. Hann heitir Beck & Pollitzer og er í grunninn breskt fyrirtæki. Mörg útibú eru þó starfandi á heimsvísu og mun það nýjasta opna hér á Íslandi innan fárra daga. Starfsmennirnir sem hér verða munu flestir koma frá Póllandi ásamt nokkrum öðrum frá öðrum ríkjum í Austur-Evrópu.

Fulltrúar Framsýnar áttu ágætan fund með þremur starfsmönnum fyrirtækisins í morgun. Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu leggur Framsýn mikið upp úr góðu sambandi við verktaka á svæðinu, þar sem línurnar eru lagðar varðandi íslensk kjör og aðrar reglur sem gilda hér um vinnumarkaðinn.

Beck & Pollitzter munu verða áberandi hér á svæðinu næstu misserin en um 200 manns verða hér á þeirra vegum þegar mest verður.