Fundað með starfsmönnum G&M í dag

Fulltrúar Framsýnar funduðu með starfsmönnum G&M í dag en fyrirtækið er undirverktaki hjá LNS Saga á Þeistareykjum og þá kemur fyrirtækið einnig að breytingum sem verið er að gera á Laxárvirkjun í Aðaldal. Á fundinum var farið yfir réttindamál starfsmanna og kjör. Ljóst er að skoða þarf nokkur atriði er tengjast þeirra starfskjörum og verður það gert á næstu dögum. Sjá myndir sem teknar voru á fundinum í dag.

gm0816 031

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um þrjátíu starfsmenn tóku þátt í fundinum í dag, það er flestir starfsmenn G&M sem voru á svæðinu.

gm0816 026

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fundurinn var líflegur og formaður Framsýnar stóð vaktina og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

gm0816 021

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Agnieszka túlkaði það sem fram fór og stóð sig afar vel að venju.

gm0816 003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir fundinn héldu starfsmenn aftur til vinnu.