Framkvæmdir við Laxárvirkjun

Nú standa yfir framkvæmdir við Laxárvirkjun í Aðaldal. Um er að ræða framkvæmd sem felur í sér breytingar á inntaki Laxárvirkjunar III sem og norðurhluta núverandi stíflumannvirkis ásamt nokkrum öðrum verkþáttum s.s. dýpkun inntakspolls, lagningu bráðabirgðavega og gerð varnargarða til bráðabirgða. Framkvæmdinni er ætlað að minnka rekstrarvandamál virkjunarinnar sökum ísmyndunar í ánni og aurburðar. Öll mannvirki, bæði tímabundin og varanleg, eru innan svæðis sem var raskað við byggingu Laxárvirkjunar I og III. Í framlögðum gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að fyrirhugaðar framkvæmdir miði að því að fleyta ís sem berst að inntaki um nýtt ísfleytingaryfirfall og þaðan til baka í náttúrulegan farveg árinnar um frárennslisrennu en meðallengd steypts hluta hennar verði um 30 m og breidd á bilinu 3,5 m – 13 m. Steypt verði nýtt inntak sem verði um 30 m að lengd að meðaltali og að lágmarki um 10 m á breidd. Fulltrúar Framsýnar voru á ferðinni um síðustu helgi og tóku þessar myndir við það tækifæri.

a1916 284