Troðfullt í Skansinum

Mikið fjölmenni var samankomið í Skansinum við Hvalasafnið á Húsavík á Mærudögum sem fram fóru um síðustu helgi. Þá stóðu Fjáreigendafélag Húsavíkur í samráði við Karlakórinn Hreim og Kaðlín handverkshús fyrir skemmtilegri og þjóðlegri  dagskrá sem byggðist upp á söng, fallegu handverki og magnaðri hrútasýningu sem bæjarstjóri Norðurþins, Kristján Þór Magnússon stjórnaði að miklum myndarskap. Eftir hörku og tilfinningaríka keppni  úrskurðuðu dómarar keppninnar að hrúturinn Rósi úr Grobbholti væri fallegasti hrúturinn en hann er tveggja ára hrútur ættaður frá Leifsstöðum úr Öxarfirði og keppti hann í flokki eldri hrúta. Rósi fékk hins vegar ekki verðlaunin þar sem ekki var keppt í flokki eldri hrúta heldur aðeins í flokki ung hrúta. Hrútarnir Brúsi í eigu Aðalsteins  Ólafssonar og Bjartur í eigu Guðrúnar Viðar stóðu jafnir og efstir unghrúta í keppninni og fengu því verðlaun keppninnar. Þessi viðburður Mærudaga dregur að sér  fjölda gesta, ekki síst erlendra gesta sem skemmtu sér vel yfir tilburðum gestgjafana frá Húsavík. Meðfylgjandi eru myndir sem Hafþór Hreiðarsson tók og lánaði heimasíðu stéttarfélaganna.

Hrutar008 Hrutar007  Hrutar004 Hrutar002