Úr ársskýrslu Framsýnar: Fjárhagsleg afkoma félagsins var mjög góð á árinu 2015.

Rekstrarafgangur var á flestum sjóðum félagsins. Félagsgjöld og iðgjöld hækkuðu um 8% milli rekstrarára. Rekstrarútgjöld félagsins hækkuðu einnig milli ára.

Rekstrartekjur félagsins námu kr. 174.674.441,- sem er aukning um 11,5% milli ára. Rekstrargjöld námu 132.890.938,- sem er aukning um 7,1% milli ára. Þessi hækkun er ekki síst tilkomin vegna hækkunar bóta og styrkja svo og kostnaðar vegna samninga. Fjármagnstekjur námu kr. 49.202.806,-. Félagsgjöld og iðgjöld námu kr. 144.730.043,- á móti kr. 124.077.077,- á árinu 2014.

Í árslok 2015 var tekjuafgangur félagsins kr. 84.993.286,- en var kr. 65.635.375,- árið 2014.

Heildareignir félagsins námu kr. 1.639.705.386,- í árslok 2015 samanborið við kr. 1.545.510.950,- í árslok 2014.

Rekstur skrifstofunnar gekk vel á síðasta ári. Þátttaka Framsýnar í rekstrarkostnaði nam kr. 41.996.843,-. Önnur aðildarfélög greiddu kr. 6.101.145,- til rekstrarins.

Innheimta félagsgjalda var með svipuðu sniði og árið á undan. Almennt eru launagreiðendur samviskusamir að skila félagsgjöldum og mótframlögum á réttum tíma. Þess ber að geta að skuld Norðurvíkur sem komst í þrot var afskrifuð á árinu 2015 þar sem ekki náðist upp í kröfuna.