N1 opnaði nýtt verslunarrými á Héðinsbraut 2, Húsavík. Nýja verslunin selur ýmiskonar olíur, hlífðarfatnað og ýmsar rekstrarvörur. Starfsfólki stéttarfélaganna var boðið að mæta á opnun verslunarinnar. Boðið var þáð og var Erlu Torfadóttur, yfirmanni N1 á Húsavík, færður blómvöndur í tilefni dagsins.
Hér að neðan má sjá myndir frá opnuninni.