Ágúst Óskarsson, okkar innanbúðarmaður hér á skrifstofunni, fagnaði 50 ára afmæli sínu í gær. Í tilefni af því færði hann vinnufélögum sínum veitingar af miklum höfðingsskap. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í veitingarnar, enda voru þær af gamla skólanum. Við á Skrifstofu sveitarfélaganna þökkum kærlega fyrir okkur. Á myndinni hér að ofan má sjá okkur starfsfólk skrifstofunnar færa Ágústi gjöf í tilefni dagsins. Á myndina vantar Lindu Baldursdóttur.
Vert er að nefna að Ágúst er annálaður áhugamaður um hlaup eins og sumir vita. Á dögunum birti Fréttablaðið viðtal við Ágúst um þetta áhugamál hans og hlaupahópinn Skokka sem er félagsskapur sem lifir góðu lífi á Húsavík nú um stundir.
Lesa má viðtalið hér.