Mikilvægi trúnaðarmanna á vinnustöðum

Það felast miklir möguleikir í því fyrir stéttarfélög að vera í góðu sambandi við félagsmenn sína, enda ræður innra starf félaganna miklu um árangur af starfi þeirra. Ástandið á vinnumarkaði á Íslandi dag gerir það að verkum að afar mikilvægt er að launþegar séu meðvitaðir um réttindi sín, eigi greiða leið að upplýsingum um kjarasamninga og þá aðstoð sem í boði er ef upp kemur ágreiningur um kaup og kjör.
Trúnaðarmenn gera stéttarfélögin og starf þeirra sýnilegra á vinnustaðnum, þeir gegna lykilhlutverki við móttöku nýrra starfsmanna þar sem þeir sjá um að mynda tengsl milli félagsmanna og stéttarfélagsins. Ekki eru allir starfsmenn meðvitaðir um rétt sinn og mikilvægi þess að hafa starfandi trúnaðarmann/menn á sínum vinnustað. Þar sem eru 5 starfsmenn eða fleiri á samkvæmt lögum að vera trúnaðarmaður sem kjörinn er af starfsmönnum. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nýtur trúnaðarmaður verndar og er því óheimilt að segja honum upp vegna starfa sinna. Oft koma upp spurningar og mál sem þarfnast úrlausnar og þá er trúnaðarmaðurinn mikilvægur hlekkur.
Innan Framsýnar er starfandi öflugur hópur trúnaðarmanna, enda markmið félagsins að efla starf trúnaðarmanna sinna og fjölga í þeirra hóp. Félagið stendur af og til fyrir gagnlegum námskeiðum, og byggja þau á að auka þekkingu trúnaðarmanna og styrkja störf þeirra. Námskeiðin eru einnig hugsuð sem hópefli, þar sem félagssvæði Framsýnar nær yfir stórt svæði og því gefst í leiðini gott tækifæri til að hrista hópinn saman. Eitt slikt námskeið var haldið á Húsavík fyrr á árinu og var það afar vel heppnað. Í framhaldi að því stofnuðu trúnaðarmenn og Framsýn facebooksíðu þar sem hægt er að miðlað fróðleik og bæta tengingu á milli aðila.
Öflugt og virkt trúnaðarmannakerfi mikilvæg brú á milli launþega og stéttarfélaganna, sem með bættri fræðslu og aukinni áherslu hafa elft starf trúnaðarmannsins frá því sem áður var.