Dagskráin 1. maí

Dagskráin sem stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí er með eindæmum glæsileg eins og sjá má hér á auglýsingunni að ofan. Við minnum fólk á að hátíðin hefst klukkan 14:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Kaffiveitingar verða í boði stéttarfélaganna.

Undirbúningur er í fullum gangi og mikið um að vera á skrifstofu stéttarfélaganna þessa dagana. Útlit er fyrir þokkalegasta veður og því allar forsendur fyrir hendi til að hátíðin muni vera hin eftirminnilegasta.