Hátíð á Þórshöfn 1. maí

Verkalýðsfélag Þórshafnar stendur fyrir veglegri afmælishátíð á Þórshöfn 1. maí en félagið verður 90 ára þann 16.júlí.

Dagskrá:

16.00 Karlakór Akureyrar-Geysir þenur raddböndin af alkunnri snilld í Þórshafnarkirkju
17.00 Kaffiveitingar í Þórsveri framreiddar af dugnaðarforkunum í Kvenfélagi Þórshafnar
Kynning á Verkalýðsfélaginu og krakkar úr tónlistarskólanum spila. Svo ætla ekki leiðinlegri menn en Hundur í óskilum að slá botninn í samkomuna
Allir velkomnir jafnt félagsmenn sem utanfélagsmenn. Sjáumst hress.
Stjórnin