Heimsókn á Þeistareyki

IMG_8623

Á dögunum fóru fulltrúar stéttarfélaganna í heimsókn upp á Þeistareyki. Þar voru framkvæmdir í fullum gangi og margt um manninn. Enn á þó eftir að fjölga starfsfólki á svæðinu mikið og mun það ná hápunkti í sumar.
Blíðskaparveður var á Þeistareykjum og afar bjart yfir. Þrátt fyrir það mátti hafa verulega efasemdir um að hitamælirinn á svæðinu væri að sýna réttar niðurstöður.

Stéttarfélögin munu standa fyrir reglulegum eftirlitsferðum á Þeistareyki á meðan framkvæmdum stendur.

IMG_8627IMG_8615IMG_8632IMG_8633IMG_8637IMG_8635IMG_8644IMG_8638