Bændablaðið fjallar um starfsemi Framsýnar

Bændablaðið sem gefið er út í 32.000 eintökum er án efa eitt vinsælasta blað landsins. Nýjasta blaðið kom út í vikunni. Í blaðinu er m.a. fjallað um aukna flugumferð um Húsavíkurflugvöll og að félagsmenn Framsýnar hafi sparað sér um 50 milljónir króna á samningi félagsins við Flugfélagið Erni frá árslokum 2013 þegar aðilar gerðu með sér samkomulag um afsláttarkjörin. Nánar má lesa fréttina í Bændablaðinu.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Bændablaðið fjallar ítarlega um flugsamgöngur til Húsavíkur, ekki síst afsláttarkjör félagsmanna Framsýnar og aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna.