Miðstjórn ASÍ fundar á Húsavík

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fundar á Húsavík í maí, nánar tiltekið dagana 18.-19. maí. Fundurinn verður í húsnæði stéttarfélaganna á Húsavík. Auk þess að funda um málefni sambandsins verður miðstjórnarmönnum boðið upp á kynnisferð um stór Húsavíkursvæðið með áherslu á að skoða framkvæmdirnar sem tengjast uppbyggingu PCC á Bakka.