Stöðufundir með Jarðborunum og LNS Saga í dag

Það er mikið fundað á vegum stéttarfélaganna um þessar mundir, flestir fundirnir tengjast framkvæmdunum á stór Húsavíkursvæðinu. Í morgun kom fulltrúi frá LNS Saga til fundar við forsvarsmenn Framsýnar til að ræða stöðu framkvæmda á Bakka við byggingu verksmiðjunnar. Í kjölfarið kom síðan annar góður fulltrúi frá Jarðborunum til að ræða boranir fyrirtækisins á Þeistareykjum. Boraðar verða sjö til tíu holur á svæðinu á næstu tveimur árum og koma tveir öflugir borir að verkinu sem hefst eftir nokkrar vikur. Fyrirtækið reiknar með að um 30 starfsmenn komi að verkinu. Að sjálfsögðu fóru fundirnir vel fram enda mikil vilji hjá aðilum að eiga gott samstarf varðandi uppbygginguna á svæðinu.