Ólaunuð vinna er skattskyld!

ASÍ stendur fyrir átaki sem nefnist Einn réttur – ekkert svindl. Stofnað var til þess til þess til að berjast gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi. Nú hefur ASÍ tekið saman ítarlega rökstutt álit og helstu rök sín í málinu.

Afstaða ASÍ er einföld: ,,Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði (í hagnaðarskyni) oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög“. Nánar má lesa um málið hér.