Fundur í morgunsárið með Steinsteypi ehf.

Fulltrúar Framsýnar fóru í morgunsárið á fund með starfsmönnum og yfirmönnum Steinsteypis ehf. Yfirmenn fyrirtækisins óskuðu eftir fundi til að fara yfir ýmislegt sem tengist launamálum, hvíldartíma og fleira í þeim dúr. Í jafn miklum umsvifum og eru hér á svæðinu þessi misserin koma spurningar sem þessar oft upp, enda mikil vinna í boði. Fulltrúar stéttarfélaganna er ánægðir með að leitað hafi verið til þeirra. Fljótlega eftir að fundinum lauk hófst fundur í fundarsal stéttarfélaganna með öryggisráði Bakkaverkefnisins og er honum að ljúka á þessari stundu.IMG_8467