Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús sumarið 2016. Búið er að koma upplýsingum þess efnis inn á heimasíðu stéttarfélaganna. Þar er einnig að finna umsóknareyðublöð um orlofshús. Sama verð verður milli ára, það er kr. 26.000 fyrir vikuna og framboð orlofshúsa verður með sambærilegum hætti milli ára. Þá hefur verið samþykkt að hækka endurgreiðslur til félagsmanna vegna tjaldstæðisstyrkja, það er úr kr. 18.000 upp í kr. 20.000. Til viðbótar má geta þess að unnið er að því að skipuleggja skemmtilega og fróðlega göngu um Laxárdalinn í ágúst. Ferðin verður auglýst síðar. Næsta Fréttabréf stéttarfélaganna kemur út eftir helgina með frekari upplýsingum um orlofskostina. Góða skemmtun félagar.
Opnað hefur verð verið umsóknir um orlofshús sumarið 2016.