Vinsamlegur fundur í morgun

Yfirmaður þýska fyrirtækisins S.M.S. með á aðsetur á Húsavík, Ruud.M. Smit, var gestur Framsýnar í morgun. Ruud.M. Smit fer fyrir verktakafyrirtækinu S.M.S sem sér um uppbygginguna á Bakka fyrir PCC. Á fundinum óskaði Ruud eftir upplýsingum um reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hann lagði mikið upp úr góðu samstarfi við stéttarfélögin á svæðinu. Það voru þeir Aðalsteinn formaður Framsýnar og Aðalsteinn þjónustu- og eftirlitsfulltrúi stéttarfélaganna sem tóku á móti gestinum frá S.M.S.