Atkvæðagreiðsla í gangi

Félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar eiga að hafa fengið kjörgögn í hendur til að greiða atkvæði um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Um er að ræða félagsmenn þessara félaga sem starfa eftir kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Starfsgreinasambands Íslands og Landssambands ísl. verslunarmanna hins vegar. Félagsmenn sem fá ekki kjörgögn í hendur, en telja sig hafa kjörgengi, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofur félaganna. Atkvæðagreiðsla hefst kl. 08:00 þann 16. febrúar og stendur til hádegis þann 24. febrúar.

Framsýn
Verkalýðsfélag Þórshafnar